Smásögur / Ljóð
▼
fimmtudagur, 21. september 2006
Mamma er 80 ára í dag
til hamingju með það mamma mín! Afmælisveislan var reyndar haldin í gærkvöldi og heppnaðist hún afar vel. Þrjár frænkur mínar, þær Sigga, Palla og Bára (bróðurdætur mömmu), voru svo rausnarlegar að gefa henni veisluna í afmælisgjöf og var hún haldin heima hjá Pöllu í Sæviðarsundi. Anna systir kom frá Noregi og Palli bróðir kom frá Danmörku og það var sérlega ánægjulegt að við skyldum vera þarna öll saman komin. Það gerist alltof sjaldan. Í dag hittumst við systkinin svo á Lækjartorgi, röltum uppá Laugaveg og enduðum inni á Te og kaffi þar sem við sátum heillengi og spjölluðum. Á leiðinni tilbaka rak ég augun í jurtaapótekið og rauk þangað inn til að kaupa mér eitthvað gott við hálsbólgunni sem hefur hrjáð mig í hálfan mánuð núna. Er orðin þreytt á "whisky voice", hósta og særindum. Vona bara að þetta virki!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný