eru afrakstur nokkurra klukkutíma vinnu. Mér líður alla vega eins og ég hafi staðið hálfan daginn í eldhúsinu... Hef ekki bakað skinkusnúða í nokkur ár en dreif í því í dag vegna þess að mér leiddist. Önnur ástæða var sú að Ísak bað mig um að baka svona snúða fyrir einhverjum vikum eða mánuðum síðan (já framtakssemin er mikil á þessu heimili). Og eins og sannri húsmóður sæmir ákvað ég að gera tvöfalda uppskrift, án þess að spá mikið meira í það. Var ekki alveg viðbúin þeirri viðveru við eldhúsbekkinn sem þetta krafðist - en hafði svo sem ekki mikið annað að gera svo þetta slapp nú allt saman.
Á morgun stendur ferð til Reykjavíkur fyrir dyrum. Ég er búin að setja persónulegt met, ég sem fer nánast aldrei suður er að fara mína þriðju ferð síðan í byrjun ágúst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný