Það er eitthvað alveg sérstakt við það að fara í sund snemma á morgnana um helgar. Nánast enginn í lauginni og eitthvað svo mikil ró yfir öllu. Ég hjólaði í sundið (hef verið bíllaus síðan á fimmtudaginn og finnst það fínt!) og fannst ég vera alveg hrikalega fersk. Stefni svo að því að fara út að ganga seinna í dag. Önnur verkefni dagsins eru að klára að fara yfir próf í markaðsfræðinni og laga til í húsinu. Og aldrei að vita nema ég baki eina köku eða svo...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný