Smásögur / Ljóð
▼
mánudagur, 31. júlí 2006
Loks kom að því
að dóttirin fékk svar við umsókn sinni um háskóla. Þetta er búið að vera langt ferli og biðin var orðin frekar taugatrekkjandi undir það síðasta. En í dag kom bréfið langþráða, þar sem henni var boðið pláss við Læknadeild Kaupmannahafnarháskóla. Það var mikil gleði á heimilinu þegar þetta kom í ljós og fórum við út að borða á Greifann til að halda upp á þetta. Nú situr hún sveitt og skoðar húsnæðisauglýsingar á netinu - enda ekki nema tæpur mánuður til stefnu að finna sér húsnæði og flytja út. Best að drífa sig að kaupa málningu, hún ætlaði að mála baðherbergið niðri áður en hún færi... (reyna að nýta sem mest út úr henni meðan hún er hér ennþá, eða þannig :-) En fyrst þarf hún víst að fara í hjartaþræðingu, fer suður á morgun og í þræðingu á miðvikudaginn. Vonandi tekst betur til núna en síðast svo hún losni við þessar hjartsláttartruflanir fyrir fullt og allt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný