Í gærmorgun þegar ég var að keyra í sundlaugina stoppaði ég við innkeyrsluna að planinu hjá Íþróttahöllinni til að hleypa tveimur stelpum yfir götuna. Þetta voru systur, önnur á unglingsaldri og hin ca. 6-7 ára, og sú eldri hélt í hendina á yngri systur sinni.
Núna áðan var ég aftur á leiðinni í sund og stoppaði fyrir sömu systrunum, á sama stað, og aftur leiddi sú eldri þá yngri.
Þetta væri auðvelt að skýra með því að ég færi alltaf á nákvæmlega sama tíma í sund - en ég var sem sagt ekki á ferðinni á sama tíma í dag og í gær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný