Smásögur / Ljóð

föstudagur, 17. mars 2006

Hversu vitlaus getur maður eiginlega verið?

Er búin að vera að drepast úr súkkulaðilöngun í 2-3 daga núna og "datt í það" núna áðan. Keypti mér 100 gr. poka af súkkulaðirúsínum frá Nóa-Síríus (ísköldum og góðum úr sjálfsala) og er búin að vera að háma þær í mig síðasta klukkutímann eða svo. Árangurinn lætur ekki á sér standa, ég er að drepast í maganum ;-( Þoli mjólkurvörur illa og auðvitað er þetta mjólkursúkkulaði sem er utan um rúsínurnar! Það sem verra er, ég vissi það auðvitað fyrir fram að ég myndi ekki þola þær í maga. Græðgin gjörsigraði gáfurnar í þessu tilviki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný