Smásögur / Ljóð

laugardagur, 4. mars 2006

Fórum aftur á skíði í dag

og ég var bara alveg púnkteruð eftir það. Lagðist upp í sófa og flutti mig svo þaðan inn í rúm - var algjörlega ónothæf í tvo tíma eða rúmlega það. Meiri auminginn! En Ísak stóð sig eins og hetja á brettinu og er bara farinn að svífa um brekkurnar. Akureyrarbær bauð uppá skíða- og brettakennslu á skólatíma fyrir fimmtubekkinga og þegar Ísak var búinn að fara tvisvar þá var hann greinilega kominn með góðan grunn. Valur lét sér nægja að dóla sér í Fjarkanum með okkur hinum og fór ekkert upp í Strýtu í þetta sinnið. Nú sit ég sem sagt fyrir framan tölvuna (ætti að vera öllum ljóst) og ætla að kíkja á nokkur verkefni sem ég tók með mér heim. Hvað er betra en eyða laugardagskvöldi í að fara yfir verkefni?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný