Smásögur / Ljóð

mánudagur, 13. mars 2006

Er alveg hrikalega pirruð

akkúrat í augnablikinu en get víst ekki gefið upp ástæðuna fyrir því hér á almennum vettvangi. Nú er bara spurningin hvað ég á að gera til að ná þessum pirringi úr mér? Þarf að ryksuga + þrífa + þvo þvott + taka úr uppþvottavélinni, ég ætti sennilega að setja góða tónlist í spilarann og ráðast til atlögu við heimilisverkin... en fyrst þarf ég að skutla Andra á æfingu og skila bókum á bókasafnið sem eru komnar fram yfir skiladag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný