Smásögur / Ljóð

laugardagur, 28. janúar 2006

Það var mikið - mikið

Mikið sem mér leiðast atvinnuauglýsingar þar sem ekki kemur fram hvaða fyrirtæki er að auglýsa eftir starfskrafti - "Fyrirtæki á Akureyri óskar eftir að ráða...."

Mikið sem mér finnst það skemmtilegur vani hjá konunum (kannski alveg eins hjá köllunum, veit það bara ekki) sem mæta reglulega í Sundlaug Akureyrar að bjóða góðan daginn. Það er svo vinalegt eitthvað, Góðan daginn + bros sem nær til augnanna, hvað vill maður hafa það betra.

Mikið sem ég er fegin að vera að hressast af pestinni sem var að hrjá mig í vikutíma.

Mikið sem er leiðinlegt að frétta að vinafólk sé að flytja á brott.

Mikið sem það er spennandi að vita hvernig rétturinn sem ég ætla að elda í kvöld tekst til hjá mér - hjálparvana eiginkonu "eldhús-snillings".

Mikið sem þau Birta og Máni eru brjáluð í harðfisk.

Mikið sem það er gaman þegar Hrefna mín er í góðu skapi.

Mikið sem ég á duglegan mann.

Mikið sem ég er löt akkúrat í augnablikinu - og ég er mikið að spá í að leggjast upp í sófa og lesa "Alt for damerne"

Mikið sem ég er búin að ofnota orðið mikið núna...

Það má mikið vera ef nokkur nennir að lesa þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný