Smásögur / Ljóð

mánudagur, 30. janúar 2006

Æ, aumingja eyrað mitt...

Er búin að vera í símanum meira og minna í tvo klukkutíma og er komin með þvílíka hlustaverkinn í vinstra eyrað. Því miður þá er ég haldin þeim undarlega "sjúkdómi" að ég get ekki talað í símann með hægra eyranu (ókey, ég veit að maður talar ekki með eyranu en ég treysti því að fólk skilji hvað ég á við). Er sömuleiðis komin með krampa í vinstri handlegginn af að halda á símtólinu - já ég er farin að átta mig betur á því af hverju maðurinn minn neitar stundum að svara í símann heima eftir að hafa verið mikið í símanum þann daginn í vinnunni ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný