Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 29. september 2005

Kettirnir eru lagstir í vetrardvala

og það liggur við að mann langi nú sjálfan til að gera slíkt hið sama. Þau sofa megnið úr sólarhringnum núna og þegar ég kom heim í hádeginu sváfu þau svo fast að þau komu ekki einu sinni fram að heilsa upp á mig. En þegar ég ætlaði að fara að mynda þau til að láta mynd fylgja þessum pistli þá drifu þau sig að sjálfsögðu á lappir. Þannig að myndin verður bara að koma síðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný