Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 28. september 2005

Finnst venjulega hressandi að fara út að ganga

en held að það þyrfti að borga mér fyrir að fara út í þetta veður... Brrr, eins stigs hiti, stíf norðanátt og hríðarslydda ;-( Hvað á þetta veðurfar eiginlega að þýða? Eini kosturinn er sá að útivera freistar lítið, sem er kostur þessa dagana því ég er svo upptekin innandyra.

Var að skoða bloggsíður í dag og sá þá að það er komið nýtt íslenskt vefdagbókar-umsjónarkerfi. Það kostar reyndar tæpar 3 þúsund krónur á ári að vera í áskrift hjá þeim en það er svo sem ekki mikill peningur.

Er búin að sitja á rassinum fyrir framan tölvu meira og minna síðan klukkan 9 í morgun svo það er sennilega hollt að finna sér eitthvað annað að gera. Taka úr uppþvottavélinni, þrífa kattaklósettið, brjóta saman þvott, setja í þvottavélina... já þessi hefðbundu heimilisstörf sem enginn tekur eftir - svo lengi sem þau eru framkvæmd reglulega ;o)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný