Smásögur / Ljóð

föstudagur, 12. ágúst 2005

Vá, er gjörsamlega að fara fram úr sjálfri mér

í eldhúsinu. Eins og dyggir lesendur síðunnar eflaust muna þá hef ég stundum notað þennan vettvang til að býsnast yfir því hvað ég á að elda þegar bóndinn (kokkurinn ;O) er að heiman og hafa nokkrar tilraunir mínar í eldamennsku endað illa, sbr. London lambið og lambakótilettur í raspi. Í kvöld hins vegar small þetta svona líka flott hjá mér; sauð Rustichella pasta, sótti spergilkál út í garð og hitaði á pönnu ásamt ólífuolíu, hvítlauk, gulrótum og ætiþistlum. Setti pastað neðst á diskinn, hrúgaði grænmetinu þar ofan á og dreifði svo fetaosti yfir allt saman. Þetta bragðaðist afbragðsvel með einu glasi af rauðvíni - við hliðina á mér sat Ísak og borðaði sitt pasta með tómatsósu en unglingurinn var að sjá brettamyndir í bíó.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný