Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 26. júní 2005

Á morgun kemur Sigurður

sonur Önnu systur í heimsókn. Hann kemur aðallega til að heimsækja Ísak en það eru 1 ár og 4 mánuðir á milli þeirra í aldri, þ.e.a.s. Sigurður er eldri en Ísak. En þeim frændunum kemur svona líka vel saman og er um að gera að reyna að viðhalda tengslunum. Eina vandamálið er hversu langt er á milli þeirra - en Sigurður býr jú í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur einn til Íslands og verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Við hlökkum a.m.k. mikið til að fá hann í heimsókn ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný