Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 10. maí 2005

Ha, ha

mér var nær að vera að monta mig svona. Er náttúrulega komin með þvílíku verkina í mjaðmirnar eftir alla þessa göngu... Og í handleggina eftir skriðsundið... Hm, hvað get ég þá gert til að fá endorfínið til að flæða? Hjóla kannski? Það er best að sækja hjólið í geymsluna - þarf bara að fjárfesta í nýjum hjálmi en það er nú ekkert stórmál.

Er annars með próf í dag og er þegar byrjuð að hlakka til að fara yfir þau (eða þannig). Það eru 97 nemendur skráðir í prófið og eins og einn ágætur maður orðaði það í gær þá "er maður orðinn klepptækur eftir að fara yfir svona mörg próf". Það verður spennandi að sjá... nei, nei, með slatta af þolinmæði + hæfilegu magni af hreyfingu þá ætti þetta allt saman að ganga vel.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný