og áttaði mig ekki á því fyrr en ég sá vinnustaðinn blasa við að ég hafði steingleymt að horfa í kringum mig á leiðinni. Það er lágmarkið að anda að sér fegurð náttúrunnar þegar maður er úti að ganga. Horfa til dæmis út fjörðinn, horfa á Kaldbak þar sem hann er baðaður í hádegissólinni, horfa á skýin, horfa á gróðurinn sem bráðum fer að vakna til lífsins, horfa á börnin sem eru á leið heim úr skólanum ... Og hvað gerði ég? Horfði niður á tærnar á mér alla leiðina!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný