er brátt að baki og ný vinnuvika framundan. Að vísu í styttri kantinum enda eru páskarnir ekki langt undan. Fór í fermingarveislu í gær en vinkona mín var að ferma yngri son sinn - og er núna búin með þennan fermingarpakka "for good" eins og hún sagði sjálf. Já, það verður spennandi að sjá hvort hann Ísak lætur ferma sig en Andri hefði átt að fermast í fyrra en valdi að gera það ekki. Hins vegar lét Hrefna ferma sig, þannig að ég hef reynslu af hvoru tveggja.
Var að drepast úr þreytu í gær og pirringi í dag. Er nokkurn veginn á núllpunkti eins og er.... hvorki sérlega þreytt né pirruð. Sem betur fer fyrir annað heimilisfólk ;-) Það var reyndar aðeins Valur sem þurfti að þola pirraða eiginkonu í dag, Ísak fór í bíó og var svo með Jóni Stefáni fram að kvöldmat en Andri var á handboltamóti á Egilsstöðum og kom ekki heim fyrr en um hálf sex. En við Valur fórum á Bláu könnuna og fengum okkur kaffi/te og hnallþórur og vorum hálf afvelta á eftir. Maður er orðinn svo óvanur því að borða rjómakökur að (meltingar)kerfið þolir það bara ekki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný