á bloggskrifum mínum næstu daga. Er að fara á námskeið sem stendur yfir alla helgina og enginn tími gefst til að skrifa. Námskeiðið er haldið í Reykjavík og því er ég komin í höfuðborgina, kom reyndar í gær og gisti hjá Rósu vinkonu minni í nótt. Við sátum frameftir (ekki of lengi samt enda gamlar konur) og kjöftuðum eins og okkur einum er lagið, enda margar minningarnar sem hægt er að rifja upp.
Dagurinn í dag fór í "Shop till you drop" leiðangur og stóð ég vart í fæturnar að honum loknum. Afraksturinn var þó harla lítill og ekki til að hreykja sér af. Fór að vísu í Húsgagnahöllina og Ikea en síðan var Kringlan næst á dagskrá. Markmiðið var að finna gallabuxur á mig en þrátt fyrir ótrúlegan skammt af þolinmæði af minni hálfu og þá staðreynd að ég þræddi hverja einustu búðarholu á svæðinu tókst mér ekki að finna buxur sem pössuðu á mig. Fyrir það fyrsta þá vil ég ekki buxur þar sem strengurinn situr svo lágt að hann nemur við skapahárin (sem takmarkar úrvalið um ca. 90%) og í öðru lagi langar mig ekki í rifnar, götóttar eða buxur sem líta út fyrir að vera skítugar. Ergo: ég passa ekki inn í markhópinn fyrir gallabuxur! Vil samt taka það fram að í Gallabuxnabúðinni fékk ég góða þjónustu og þar fengust m.a. buxur sem náðu nægilega langt upp á magann til að teljast siðsamlegar en sniðið bara passaði ekki á mig. Sorry!
Hvað um það - það kemur dagur eftir þennan dag - líka í gallabuxunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný