Smásögur / Ljóð

laugardagur, 1. janúar 2005

2005

Mér finnst alltaf svo skrýtið fyrstu daga nýs árs að skrifa nýja ártalið - svo það er eins gott að byrja bara strax að æfa sig.

Áttum virkilega notalegt gamlárskvöld í gær. Grillaðar nautasteikur bóndans brögðuðust afbragðsvel og eftir matinn sátum við fjölskyldan og spiluðum Gettu betur. Fórum síðan með eftirréttinn yfir til vinahjóna okkar hér í götunni, þeirra Sunnu og Kidda og hjá þeim var drukkið kaffi, horft á skaupið og skotið upp flugeldum. Ljúft!

Brjálaða veðrið sem búið var að spá kom ekki fyrr um miðja nótt og þá vorum við (gömlu hjónin) komin upp í rúm.

Lítur út fyrir letidag í dag, við erum nú samt búin að fara út í stuttan göngutúr þannig að við getum slappað af með góðri samvisku. Ég var líka svo dugleg í gær...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný