Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 24. nóvember 2004

Spurning hvort

öll samskipti okkar hjóna eru farin að eiga sér stað í bloggheimum? Þess verður líklega ekki langt að bíða að við sitjum uppi í rúmi á kvöldin með hvora sína fartölvuna í fanginu og lifum okkar hjónalífi alfarið rafrænt.... Þess ber þó að geta að eiginmaðurinn er þessa stundina staddur á Króknum og hafði víst frekar lítið að gera í dag. Það sést á kommentunum sem hann skildi eftir sig inni á síðunni minni!

Best að kíkja aðeins á þessa nýju bresku gamanþætti sem eru að hefja göngu sína í kvöld. Ég er alltaf svo veik fyrir góðu bresku sjónvarpsefni, mætti vera meira af því í Ríkissjónvarpinu. Mætti reyndar líka vera meira af góðu norrænu efni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný