í gær og þreytudagur í dag. Það var ný upplifun að aka um á Nissan Micra bílaleigubíl í snjónum - öllu vanari því að vera á jeppanum og komast allra minna ferða vandræðalaust. En bíllinn var þó á nagladekkjum, meira en margir aðrir sem voru í höfuðborgarumferðinni í gær. Ferðin var vinnuferð en sem sannir kvenmenn þá kíktum við aðeins í fatabúðir í leiðinni. En þrátt fyrir mikið úrval sá ég ótrúlega lítið sem höfðaði til mín. Keypti mér samt tvær peysur, aðallega til að þurfa ekki að hlusta á háðsglósur frá eiginmanninum þegar heim kæmi. Hann hefur nefnilega engan skilning á því að hægt sé að eyða klukkutímum saman í fatabúðum og koma ekki með neitt heim!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný