Smásögur / Ljóð
▼
mánudagur, 15. nóvember 2004
Hrikalegt
hvað maður ryðgar í tungumálum sem maður notar sjaldan. Ég þykist vera nokkurn veginn fluglæs á enskan texta en þegar kemur að því að skrifa sjálf þá versnar málið. Byrja að velta fyrir mér greini og forsetningum og veit allt í einu ekkert í minn haus. Þetta er auðvitað ekkert nema æfingarleysi - en þegar maður þarf ekki nauðsynlega að skrifa eitthvað á ensku þá gerir maður það auðvitað ekki. Þetta minnir mig á að ég fæ alltaf gríðarlegt samviskubit þegar ég sé Gullu, þýskukennarann minn úr framhaldsskóla. Ég var nefnilega fyrirmyndarnemandi í þýsku og afrekaði að fá þýskt ljóðasafn í verðlaun fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. Hvað gerist svo? Jú ég hef hvorki lesið né skrifað þýsku síðan þá. Og ekki hef ég gert tilraun til að tala hana síðan við bjuggum í Noregi og ég ætlaði að tala við þýskan sjúkling sem lá á geðdeildinni sem ég vann á. Reyni ekki einu sinni að lýsa því hvaða bull kom út úr munninum á mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný