Smásögur / Ljóð

föstudagur, 1. janúar 2021

Að standa við stóru orðin



Já þá er komið að því ... Ég þykist ætla að blogga 100 sinnum á árinu - svo það er ekki seinna vænna að byrja. 

Þetta verður samt einungis örfærsla því ég er á leiðinni í háttinn. Ég hafði eiginlega ætlað að skoða aðeins árið 2020 - eða "taka stöðuna" núna í upphafi nýs árs - en ég er víst ekki í stuði til þess í dag. Kannski á morgun ... 

En svona leit himininn út við sólsetur í dag. Ekkert slor. Já og gleðilegt nýtt ár :)


P.S. Þetta er bloggfærsla 1 af 100 í minni eigin bloggáskorun ;) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný