Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 3. janúar 2021

Að eltast við birtuna í skammdeginu


er nokkuð sem ég hef lagt mikið uppúr síðan ég áttaði mig á mikilvægi þess fyrir mína andlegu líðan. Og þar sem ég hef stjórnað tíma mínum sjálf í bráðum sjö ár núna, þá vel ég að fara út að ganga á þeim tíma dagsins sem birtan er sem mest. Í morgun var ég samt í bráðri þörf fyrir súrefni og við Valur drifum okkur út á Gáseyri áður en birti. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til bleikur himinn í norðri benti til þess að nú væri sólin farin að mjaka sér ofar á himninum í suðri. 

Þar sem ég hef ekki stundað vetraríþróttir í mörg ár og myrkrið gerði mig þunga og þreytta, leiddist mér veturinn. En eftir að ljósmyndun varð hluti af lífi mínu þá fór ég að sjá og átta mig betur á þessum dásamlegu bleiku og bláu litatónum sem fylgja sólarupprás og sólsetri - og nú hef ég allt annað viðhorf til vetrarins. Er það ekki magnað hvernig við getum haft ólíkt viðhorf til sama hlutarins, allt eftir því hvernig við veljum að horfa á hann?


P.S. Bloggfærsla 3/100 á árinu 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný