Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 9. september 2014

Færðist of mikið í fang

Eftir svona langt hlé þá kastar maður greinilega ekki nýjum pistli framúr erminni eins og ekkert sé ;-) Í gær lofaði ég því að í dag kæmi ný bloggfærsla og ég sat með sveittan skallann við að skrifa ferðasögu frá því í sumar, en náði ekki að klára. Var bara orðin þreytt í höfðinu, með vöðvabólgu og öll stíf og ómöguleg, svo ég ákvað að segja þetta gott í bili. Það sem tekur svona langan tíma er að finna myndir og setja á bloggið. Ég tók nefnilega svo margar myndir og þá þarf að velja úr fjöldanum, vinna þær aðeins, flytja þær út úr myndvinnsluforritinu og inná bloggið ... og þetta tekur bara ótrúlega langan tíma allt saman. Þannig að ég bara verð að klára dæmið á morgun. 

1 ummæli:

  1. Hlakka allavega til að lesa ferðasöguna og bloggfærslur áfram í haust!! :)

    SvaraEyða

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný