Smásögur / Ljóð

mánudagur, 10. febrúar 2014

Heimsókn í kirkjugarðinn

Ég kom við í kirkjugarðinum í dag og heimsótti leiðið hans Ásgríms. Mér fannst svo leiðinlegt að geta ekki verið við jarðarförina hans en ekki gat ég verið á tveimur stöðum á sama tíma. Útförin var frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík á föstudegi en hann var jarðaður á mánudegi hér í Akureyrarkirkjugarði. Þar hvílir hann við hlið fyrri konu sinnar, Sigurlaugar Kristinsdóttur, en þau höfðu verið gift í nærri 50 ár þegar hún lést úr krabbameini í janúar 1996. Mér fannst leiðið hans Ásgríms svo fallegt þarna í dag og stóðst ekki mátið að taka mynd af því.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný