P.S. Finnst ykkur ekki heimilislegt að sjá reiðhjólið hans Vals inni í stofu? ;-) Ég hef a.m.k. lúmskt gaman af því.
Talandi um Val þá hefur hann ekki slegið slöku við um helgina, frekar en fyrri daginn. Fyrir utan að vera á vaktinni þá er hann búinn að sjá til þess að við Ísak deyjum ekki hungurdauða, og þar fyrir utan þá þreif hann sjónvarpsherbergið hátt og lágt í dag. Já svo fór hann í Bónus, gerði eina aðgerð í gær og aðra í dag ... og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný