Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 5. febrúar 2013

Nærri því svarthvítt umhverfi

Önnur tilraun til að blogga úr farsímanum.



 Ljósmyndin leit reyndar út fyrir að vera mun litlausari í símanum - það er nú töluvert í að þetta geti kallast svarthvítt ...


Annars er ég eiginlega að "stelast" til að blogga í vinnunni. Það er svo rólegt í augnablikinu, enda febrúar yfirleitt afar rólegur mánuður. Svo er klukkan líka orðin fimm og ég er yfirleitt ekki líkleg til mikilla afreka á þessum tíma sólarhrings. Ég gæti reyndar þurrkað ryk, og ég gæti haldið áfram að færa bókhald, svona til að vinna mér í haginn fyrir næstu virðisaukaskil. En akkúrat þessa stundina er ég bara löt og nenni engu gáfulegu. Hm, hafði varla sleppt orðinu þegar ég rak augun í vörur sem hanga uppi á vegg og ég var víst einmitt að hugsa um það rétt áðan að endurraða þeim. 

---------------------------------------

Sko mína, búin að taka smá skurk í að endurraða vörum, þetta gat ég. 

------------------------------------------

1 ummæli:

  1. Svarthvít - bláhvít, hún er að minnsta kosti fín.

    SvaraEyða

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný