Smásögur / Ljóð

þriðjudagur, 11. desember 2012

Nýtt bloggmet?


Hehe, eða þannig ... þetta er víst dæmigert fyrir mig. Annað hvort heyrist ekkert frá mér í langan tíma, eða ég er með ritræpu.

Eftir að hafa bloggað í morgun vann ég aðeins í pappírum, en sá svo að ef ég ætlaði að ná því að skreppa smá myndarúnt fyrir vinnu, yrði ég heldur betur að spýta í lófana. Sem ég og gerði. Skellti mér í gallann (hlífðarbuxur, lopapeysu, dúnúlpu, húfu,vettlinga og kuldaskó) og ók smá spotta fram í fjörð. Þar lagði ég bílnum á góðum stað og gekk niður að Eyjafjarðará, sem var reyndar að mestu leyti hulin ís. En morgunbirtan lýsti upp himininn þó ekki næði sólin upp fyrir fjöllin og það var svo notalegt að standa þarna í smá stund og smella af nokkrum myndum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný