Það eru ca. 10 dagar ég tók þessa mynd, fyrir utan sundlaugina hér á Akureyri. Eins og segir í fyrirsögninni, þá voru þetta fyrstu haustlitirnir sem ég sá. Sundlaugin stendur örlítið neðar í bænum heldur en húsið okkar og það munar um þennan litla hæðarmun. Gróðurinn er fyrr af stað á vorin, blómstrar fyrr og haustlitirnir birtast fyrr. Já svo er yfirleitt einni til tveimur gráðum heitara á þessu svæði.
Núna eru haustlitirnir allt í einu að "springa út" og hver fer að verða síðastur að ná mynd af þeim, áður en laufin fjúka burt með norðanvindinum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný