Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 6. maí 2012

Smá könnun til gamans

Á meðan Ísak fór að lana í gærkvöldi, og Valur og Andri fóru í bíó, notaði ég tímann og lék mér aðeins með bloggið mitt. Setti inn nokkra nýja "fítusa" hægra megin á síðuna og svo undir hverjum pistli kemur núna möguleikinn "You might also like" sem sýnir eldri pistla sem lesandinn gæti einnig haft áhuga á að skoða. Mér tókst reyndar ekki að láta þann valmöguleika birtast á íslensku, en annars vil ég hafa þetta sem allra mest á ástkæra ylhýra móðurmálinu.

Núna áðan klykkti ég svo út með því að setja smá könnun hér í hornið efst hægra megin. Það er nefnilega þannig að þó ég sé aðallega að blogga fyrir sjálfa mig, ættingja og vini, þá er alltaf gaman að fá athugasemdir á færslurnar, og eins að sjá hvað það er sem fólk er að sækjast eftir með því að lesa bloggið. Nú er bara spennandi að sjá hvort einhver svarar þessari könnun minni - og NB! það er hægt að velja fleiri en einn svarmöguleika.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný