Smásögur / Ljóð

laugardagur, 21. apríl 2012

Góð gönguferð á Svalbarðseyri

Síðasta sunnudag fórum við Valur út á Svalbarðseyri í blíðskaparveðri og þá tók ég þessa mynd. Ég veit ekki hvað þetta er með mig og sjóinn, en ég kann afskaplega vel við mig nálægt sjónum. Hann hefur róandi áhrif á mig - og eitthvað annað gerist sem ég kann ekki að útskýra. Ég held að það væri alveg dásamlegt að geta farið í gönguferð meðfram sjónum á hverjum degi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný