Smásögur / Ljóð

sunnudagur, 25. mars 2012

Vorboði

Fyrir vinnu í gær fór ég smá rölt í Lystigarðinum með myndavélina. Ég hélt að ég myndi finna krókusa - en fann þá ekki. Eina blómstrandi blómið sem ég fann var þetta litla gula, en það heitir því dásamlega nafni "Vorboði". Ég þurfti nánast að leggjast á jörðina til að ná þessu sjónarhorni af því, enda var það svo pínulítið, aðeins 4-5 cm. hátt.

3 ummæli:

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný