Bara svona rétt til að halda áfram að sjá hvernig þetta nýja útlit kemur út. Ég er nú reyndar að svindla smá, því ég er í vinnunni, en ætli megi ekki segja að ég sé bara í hádegismat núna. Er að minnsta kosti að borða afgang af kjúklingarétti sem Valur eldaði í gærkvöldi og smakkast enn betur í dag en í gær. Með honum er ég að stelast til að borða hrísgrjónapilaff, sem eru brún hrísgrjón með kryddi, kasjúhnetum og döðlum. Stelast segi ég því ég borða yfirleitt ekki hrísgrjón núna, nema þá rétt til að smakka. En þetta er svo gott að ég stenst ekki freistinguna. Ég er pínulítið að færa mig uppá skaftið með kolvetnin, en þarf samt að passa að ganga ekki of langt, því ekki vil ég falla aftur í sykurfíknipyttinn sem ég var ofaní, og um leið og ég byrja að borða of mikið af kolvetnum þá kallar líkaminn á meira.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný