Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 5. janúar 2012

Eftir á að hyggja...

Þá sýnist mér að ég detti í þreytu- og verkjakast undir lok hvers mánaðar. Ég fór að velta þessu fyrir mér og skoða bloggfærslur (segið svo að bloggið sé ekki nothæft til einhvers) frá því í lok október og nóvember, og sá að þar var mjög svipað ferli í gangi og byrjaði núna í lok desember. Þann 26. október er ég að kvarta um þreytu og slappleika og 27. nóvember er sama þema í gangi hjá mér. Núverandi þreytukast byrjaði 26. desember - svo ég sé ekki betur en hér sé eitthvað munstur í gangi.

Ég var reyndar ekki alveg jafn slæm í dag, enda bauð dagurinn ekki uppá mikil læti. Fyrst skrapp ég í vinnuna frá 10-12.30 og dúllaði mér þar við að telja vörur. Svo fór ég heim og borðaði aðeins en rúmlega eitt fór ég svo með mömmu og Ásgrími á jarðarför Irene Gook. Við vorum ekki komin heim aftur fyrr en rúmlega fjögur, og eftir það gerði ég fátt.

Jæja, en alla vega, það verður spennandi að sjá hvort:
a) Ég er áfram að hressast?
b) Hvort ég dett í þreytu og verkjakast í lok janúar?


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný