Smásögur / Ljóð

föstudagur, 30. desember 2011

Hrefna farin aftur, böhöhö...

Já svona er lífið víst. Fólk kemur og fer, sumir alfarnir, en vonandi kemur nú Hrefna okkar aftur :)

Ég er búin að vera frekar ónýt þessa síðustu viku, en fannst ég kannski vera hakinu skárri í dag. Vonandi heldur það bara áfram í rétta átt. Ég er ekki búin að svindla neitt í mataræðinu um jólin, nema ef helst hvað sykurinn snertir. Hef aðeins misst mig í 70% súkkulaðinu... En engar jólasmákökur, enginn ís með eggjum, engin kartöflustappa... Þannig að eiginlega ætti ég bara að vera voða stolt af sjálfri mér - og hætta að skammast þó ég borði einn og einn súkkulaðimola (eða þrjá, eða fjóra).  Það hjálpar auðvitað gríðarlega til að Valur bætir fleiri pottum á eldavélina og ég fæ grænmeti sem meðlæti þegar aðrir borða pasta/hrísgrjón eða kartöflur.

Svo fékk ég alveg svakalega flottar hráfæðisbækur í jólagjöf og hlakka mikið til að fara að prófa rétti uppúr þeim. Þarf bara að safna aðeins meiri orku fyrst.

Mig langar líka til að prjóna mér peysu - og ég á enn eftir að sníða og sauma einn grænan kjól. Efnið í hann bíður (ó)þolinmótt ofan í poka.

Á morgun er ég að vinna frá 10-12 en svo verða rólegheitaáramót hér í húsi. Á þriðjudaginn koma mamma og Ásgrímur með flugi norður. Þau eru að fara í jarðarför Irene Gook, sem lést rétt fyrir jólin.

Og nú er ég að fara að sofa. Hm, eða fá mér aðeins í gogginn fyrst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný