- Ég náði að sofna aðeins aftur, eftir að hafa fyrst vaknað kl. 4.30 og verið vakandi í nærri tvo tíma.
- Ég þreif kattaklósettið.
- Ég hengdi upp sturtuhengið, sem er svo hreint og fínt eftir að ég þvoði það í gær.
- Endurvinnslutunnan var tæmd.
- Við Sunna náðum að taka upp úr öllum kössunum sem komu í gær.
- Það var mikið að gera í Pottum og prikum.
- Ísak færði jákvæðar fréttir úr stærðfræðiprófi.
- Við Valur erum bæði í helgarfríi þessa helgina.
Hlutir sem ég þyrfti að gera um helgina, eða langar til að gera:
- Sníða og helst sauma langerma bol.
- Þvo gluggana í stofunni.
- Setja upp jólaljós í gluggana í stofunni.
- Baka fleiri hráfæðiskökur / kex.
- Skoða uppskriftabækur.
- Viðra mig eitthvað úti.
- Vinna aðeins í bókhaldinu.
- Hvíla mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný