Smásögur / Ljóð

miðvikudagur, 16. nóvember 2011

Ég rakst á þessa skemmtilegu mynd

þegar ég var að fara í gegnum gamlar myndir. Hér má sjá Val vera að búa til spaghetti, en heimagert pasta er náttúrulega ekkert líkt þessu sem keypt er í búðum, heldur miklu betra. Því miður er pasta dottið út af matarlistanum mínum og þegar aðrir fjölskyldumeðlimir borða pasta þá borða ég niður-rifinn kúrbít. Sem er í góðu lagi. En já þessi mynd hefur greinilega verið tekin um jólaleytið m.v. rauðu gardínurnar ;-)

2 ummæli:

  1. Ég fékk einu sinni heimalagaða pastað ykkar og það var allveg sérlega gott.
    Kv
    Sunna

    SvaraEyða
  2. Já ég man eftir því, held að humar og pasta hafi verið á matseðlinum :)

    SvaraEyða

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný