... fyrr en dómarinn hefur flautað!
Já mér hefndist all svakalega fyrir þennan fína bjartsýnispistil minn... Hafði ekki fyrr lokið við að skrifa hann en ég skjögraði inn í sófa og steinsofnaði. Er svo búin að vera algjörlega orkulaus síðan og endaði á því að biðja Andra að hella uppá einn espresso handa mér, í von um að hressast. Við vorum nefnilega boðin á opnun á málverkasýningu klukkan þrjú og nú er klukkan að verða hálf fimm, svo það eru síðustu forvöð að taka sig aðeins saman í andlitinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný