Smásögur / Ljóð

fimmtudagur, 16. júní 2011

Opnunartímar verslana

Já mér þykir fólk vera farið að teygja sig verulega þegar það er opið í mörgum verslunum á 17. júní. Ég bara skil ekki tilganginn - þ.e.a.s. ég veit jú að markmiðið er að græða peninga, en er ekkert heilagt lengur? Það er opið á frídegi verslunarmanna, opið á þjóðhátíðardaginn... Ég læt það vera þó ein og ein matvöruverslun sé með opið en ég sé ekki tilganginn í að vera með opið í Nettó, Rúmfatalagernum, Tiger og tískuverslunum. Og já ég veit að ég er ábyggilega mjög skrítin að hafa þá ekki líka opið til að fá aur í kassann, en mér finnst þetta bara ekki rétt þróun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný