Já mér finnst svo stutt síðan við í ljósmyndaklúbbnum vorum með sýningu í tengslum við Gildaginn, en nú er komið að öðrum Gildegi og annarri sýningu. Í þetta sinn er búið að mála sýningarrýmið og koma fyrir nýjum ljósum, svo þetta verður mun betra en síðast. Núna erum við líka fleiri sem tökum þátt, eða átta konur í allt. Ég er búin að láta prenta tvær myndir og setja á "fóm" (sem er þunnt plast) en er mikið að spá í hvort ég eigi að láta prenta eina mynd í viðbót og skipta hugsanlega út fyrir eina hinna. Við hittumst á fundi í kvöld og vorum að ræða um sýninguna og svo á að hittast á föstudaginn í sýningarrýminu og skipuleggja staðsetningu myndanna. En á föstudaginn er ég með konuklúbb, og get víst ekki verið á tveimur stöðum í einu. Hinar stelpurnar græja þetta þá bara.
Á föstudaginn er líka árshátíð hjá Ísaki, matur og ball. Hann á ný jakkaföt en vantar skó, svo það á eftir að finna út úr því. Ég á líka eftir að gera veitingar fyrir klúbbinn - og já svo er fundur hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri á morgun kl. 18. Úff, þetta er í það mesta fyrir Guðnýju gömlu... Veit ekki hvort ég á bara að slaufa fundinum. Æ, það kemur í ljós, ætli ég verði ekki bara að sjá til hvernig staðan verður á mér á morgun, ég var nú ekki sú allra hressasta eftir vinnu í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný