Já við Valur áttum miða á tónleika í dag en eftir því sem nær dró tónleikunum voru farnar að renna tvær grímur á okkur bæði, því ég var ekki akkúrat sú hressasta. En ég ákvað að gleypa í mig tvær verkjatöflur, svona fyrirbyggjandi, og drífa mig bara. Ef mér liði mjög illa gæti ég þá bara farið í hléinu. Mér fannst mjög óþægilegur hávaðinn þegar hljómsveitin var að stilla strengi sína og eins þegar fólk var að ganga í salinn, já og í hléinu leið mér ekki vel. En um leið og ég gat bara setið kyrr og það var eitthvað skipulag á hávaðanum (þögn í öllum nema hljómsveitinni) þá var allt í lagi. Merkilegt nokk!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný