Smásögur / Ljóð
▼
þriðjudagur, 19. apríl 2011
Það er allt annað að sjá mig...
Þetta er smá afbökun á setningu sem Valur sagði oft þegar ég hafði verið á hárgreiðslustofu: "Það er allt annað að sjá þig!". Auðvitað meint sem hrós en gat kannski stundum hljómað eins og ég hefði verið orðin algjör hörmung. Í þetta skiptið var ég virkilega orðin algjör hörmung, ég var komin með stóra gráa rót og restin af hárinu var orðið bæði litlaust og dautt. Ég hafði klikkað á því að panta tímanlega hjá hárgreiðslukonunni minni, þannig að það var mikil gleði að komast loks í dag og láta gera eitthvað í málinu. Þegar ég settist í stólinn sagði ég við hana að nú mætti hún gera eitthvað róttækt við mig... Þá fékk ég að heyra að ég væri nú ekki sú fyrsta til að segja þetta í dag. Allar konur væru eitthvað svo þreyttar á hárinu á sér. En já hún klippti vel af því en hélt samt ennþá í síddina við eyrun og svo litaði hún rótina og setti þar að auki rauðleitan lit í restina af hárinu, þannig að það er bara heilmikill munur á kellu. Ég er ekki frá því að ég hafi nú bara yngst um einhver ár ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný