Smásögur / Ljóð
▼
fimmtudagur, 14. apríl 2011
Ég var heppin að vera í fríi í gær
Því það er ekki séns að ég hefði getað farið í vinnuna. Ég vaknaði alveg gjörsamlega undirlögð af "beinverkjum" og leið eins og ég væri alveg fárveik. Staulaðist fram, græjaði Ísak fyrir skólann og fór svo aftur upp í rúm og lá þar fram undir hádegi. Um tvöleytið var ég orðin nógu hress til að fara í sturtu og þó ég væri slöpp eftir sturtuna, þá var ég orðin mun betri aðeins síðar. Dreif mig meira að segja í bæinn að útrétta aðeins. En þrátt fyrir það, þá þorði ég ekki að fara á fund með ljósmyndaklúbbnum í gærkvöldi, vildi ekki taka neina sénsa. Hins vegar er ég alveg þokkalega hress í dag (svona miðað við mig) svo það er nú gott :-) Nógu hress til að blogga í vinnunni, hehe. Það er nú býsna rólegt hér á torginu í dag en lifnar vonandi yfir pleisinu þegar líða tekur á daginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný