Smásögur / Ljóð

laugardagur, 22. janúar 2011

Skipalón í vetrarsól





Ég fór í klukkutíma ljósmyndarúnt í dag og hef svo verið að leika mér núna í kvöld að því að vinna myndirnar í Lightroom. Auðvitað verða þær þá ekki alveg "ekta" en þetta er nú samt mjög líkt því sem ég sá þegar ég smellti af. Svo klippti ég myndina þannig að formið á henni er ekki alveg venjulegt, en þetta er sem sagt bara algjör tilraunastarfsemi hjá mér. Og nú er ég búin að glápa svo mikið á tölvuskjá - og lesa - að ég er að verða hálf steikt í hausnum. Þannig að ætli sjónvarpsgláp sé þá ekki bara næst á dagskrá hjá gömlu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný