Já vá hvað ég var þreytt og langaði mest aftur uppí rúm í morgun. Ég fer ekki að vinna fyrr en kl. tvö og hefði þess vegna vel getað lagt mig aftur. En eftir mikið japl jaml og fuður druslaðist ég í sundið - og vann þar með þessa viðureign við letipúkann. Svo lagaði ég voða fínt til í eldhúsinu þegar ég var búin að borða morgunmatinn, þannig að þessi dagur fer nokkuð vel af stað, þrátt fyrir þreytuna. Lofa engu um framhaldið samt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný