Já kokkurinn er kominn heim og byrjaður að sýna snilli sína í eldhúsinu enn á ný. Í kvöld eldaði hann alveg dásamlega fiskisúpu og við fengum okkur hvítvínstár með. Ísak reyndar var ekki alveg að falla fyrir súpunni svo hann borðaði afgang af pítsu sem var til í ísskápnum, en við hin borðuðum með bestu lyst.
Annars er ég í fríi í dag, nokkuð sem ætti að vera ósköp ljúft, en er minna ljúft þegar vefjagigtar þreytan er að yfirbuga mig. Það er voða lítið gaman að vera í fríi og geta ekkert gert sér til skemmtunar. En svona er þetta bara og ekki seinna vænna að fara að sætta sig við það. Við Valur fórum að vísu saman í Bónus og var það eina útiveran í dag. Vonandi verður morgundagurinn betri, eins og oft er ef ég hef hvílt mig heilan dag. Til dæmis var ég líka í fríi á miðvikudaginn var og sá dagur fór nánast eingöngu í hvíld, og þá var ég aðeins hressari á fimmtudeginum. Þetta er í raun alveg fáránlegt ástand og engin leið fyrir fólk að skilja það sem ekki hefur reynt það á eigin skinni. En já það sem ég hef gert í dag fyrir utan að fara í Bónus er að brjóta saman þvott, taka úr uppþvottavélinni, leggja á borð fyrir kvöldmatinn og vinna í því að koma rennilás í eiturgrænu peysuna mína. Já og tala aðeins við Önnu í símann, Hrefnu á skype og mömmu í símann núna í kvöld. Að öðru leyti hef ég bara ekkert gert í dag, ekki einu sinni lagt mig, og ég hef eiginlega ekki hugmynd um það í hvað tíminn hefur farið. Ég sem var vöknuð klukkan átta í morgun...
En sem sagt, það kemur dagur eftir þennan dag og "I will survive" :-)
P.S. Sorry börnin mín góð, ég veit að það er hundleiðinlegt að lesa svona þreytublogg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný