Við Valur höfum að mestu leyti fengið gott veður í sumarfríinu og notið þess eins og vera ber. Eitt af því sem við reynum að gera, er að borða sem oftast úti þegar veður leyfir. Síðasta laugardag byrjuðum við daginn á að fara út að hjóla í góða veðrinu og tókum góðan hring út í Naustahverfi. Eftir hjóltúrinn var ég svo spræk að ég bjó til rabbarbarapæ og lagði á borð úti á palli. Datt í hug að klippa rósir og setti í gamla könnu sem ég nota nú yfirleitt sem vökvunarkönnu. Og tók svo auðvitað mynd af öllu fíneríinu :)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný