en letin er að drepa mig. Hef ekki ennþá farið í bað í dag - en svo enginn haldi nú að ég sé einn allsherjar drulluhaugur, þá upplýsist hér með að ég fór í bað í gær... Og ég hef hreinlega ekki gert neitt í dag nema fara út að taka myndir í snjókomunni. Svaf til hálf ellefu, sem virðist vera minn "vöknunartími" í skammdeginu, þ.e.a.s. ef ég fæ að sofa eins lengi og ég vil, og er bara búin að "hanga" og gera ekki neitt nema borða í dag. Og nú styttist í næstu máltíð.
Allt sem ég hafði hlakkað til að gera í mínu þriggja daga jólafríier ennþá ógert og samviskubitið er farið að láta á sér kræla. Og svo ég ali nú á samviskubitinu í sjálfri mér þá kemur hér upptalning á öllu því sem ég á ógert:
* Setja súkkulaði á kókos-haframjölssmákökurnar sem Valur bakaði
* Þvo öll skítugu fötin mín sem ég hafði ekki tíma til að þvo á meðan jólavertíðinni stóð
* Baka brauð eða bollur
* Gera rækjusalat
* Gera við snjóbuxur fyrir Val
* Lesa bókina sem Sunna gaf mér í afmælisgjöf
* Byrja að prjóna lopapeysu á Andra
* Gera "kúk" (eins og Valur kallar súkkulaði-marspipan-rúlluna)
Tja, ætli þetta sé ekki bara upptalið!
Það sem ég er búin að gera í jólafríinu:
* Slappa af
* Læra á nýja farsímann minn
* Borða
* Sofa
* Horfa á tvær gamanmyndir
* Fara út og taka ljósmyndir
Á morgun er frjáls opnun á Glerártorgi og ætlum við Sunna að hafa lokað í Pottum og prikum. Sem er kannski vitlaysa því fólk er hugsanlega orðið þreytt á að hanga heima hjá sér og langar að þvælast í verslanir í jólafríinu og skipta jólagjöfum. En einhvern tímann verður nú verslunarfólk að fá frí og þeir eru ekki margir dagarnir á árinu sem er lokað á Glerártorgi.
Í kvöld ætla margir á mínu reki á "Dynheimaball" sem reyndar verður í Sjallanum en ég er engan veginn að nenna svoleiðis útstáelsi. Hrefna hins vegar ætlar að hitta vinkonur úr MA og aldrei að vita nema þær fari á skrall. En örugglega ekki í Sjallann samt ;) Það er kannski spurning að allir þrír fjölskyldumeðlimirnir sem munu verða heima í kvöld prófi nýja spilið sem var í möndlugjöf í ár, Heilaspuna, þó húsfreyjan sé illa haldin af spilafóbíu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný