- Laga til í eldhúsinu
- Fara í ræktina
- Setja gömul föt í plastkassa
- Byrja að prjóna lopapeysu á Andra
- Kaupa jólagjöf handa Val
- Baka eina smákökutegund
- Pakka inn jólagjöfum
- Panta vörur
Það sem ég er búin að gera:
- Fara í ræktina
...
Þar fyrir utan ég reyndar búin að baka skinkuhorn með Ísaki, fara í vinnuna í hálftíma og svo aftur í tvo tíma og... ekkert! Ég hef ekki hugmynd um það í hvað tíminn hefur farið hjá mér í dag. Svaf reyndar til hálf ellefu því ég gat ekki sofnað fyrr en um þrjúleytið í nótt. En mér líður eins og ég hafi verið á fullu allan daginn. Það fóru nú reyndar alveg tveir tímar í að baka 80 skinkuhorn. Og einn og hálfur tími í ræktina + heita pottinn. Já og svo fór ég í Hagkaup til að kaupa konfektform - bara svona til að eiga þau ef ske kynni að andinn kæmi yfir mig í þeim efnum.
Valur fór til Reykjavíkur gær, keyrandi, og var að hringja áðan og sagðist vera að leggja af stað heim. Þetta var bara svona upplyftingar- og jólagjafainnkaupaferð hjá honum og hann virðist hafa náð að klára allar heimsóknir og innkaup á þessum tæpa sólarhring í borginni.
En nú er víst best að hætta þessu blaðri og fara að vinna í því að klára eitthvað fleira af þessum lista!

- Fara í ræktina
- Setja gömul föt í plastkassa
- Byrja að prjóna lopapeysu á Andra
- Kaupa jólagjöf handa Val
- Baka eina smákökutegund
- Pakka inn jólagjöfum
- Panta vörur
Það sem ég er búin að gera:
- Fara í ræktina
...
Þar fyrir utan ég reyndar búin að baka skinkuhorn með Ísaki, fara í vinnuna í hálftíma og svo aftur í tvo tíma og... ekkert! Ég hef ekki hugmynd um það í hvað tíminn hefur farið hjá mér í dag. Svaf reyndar til hálf ellefu því ég gat ekki sofnað fyrr en um þrjúleytið í nótt. En mér líður eins og ég hafi verið á fullu allan daginn. Það fóru nú reyndar alveg tveir tímar í að baka 80 skinkuhorn. Og einn og hálfur tími í ræktina + heita pottinn. Já og svo fór ég í Hagkaup til að kaupa konfektform - bara svona til að eiga þau ef ske kynni að andinn kæmi yfir mig í þeim efnum.
Valur fór til Reykjavíkur gær, keyrandi, og var að hringja áðan og sagðist vera að leggja af stað heim. Þetta var bara svona upplyftingar- og jólagjafainnkaupaferð hjá honum og hann virðist hafa náð að klára allar heimsóknir og innkaup á þessum tæpa sólarhring í borginni.
En nú er víst best að hætta þessu blaðri og fara að vinna í því að klára eitthvað fleira af þessum lista!

Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Mér þykir afskaplega vænt um það þegar fólk gefur sér tíma til að skrifa mér nokkrar línur. Ef þú ert ekki skráður notandi (með Google account) hakaðu þá við "Nafnlaus" og skrifaðu bara nafnið þitt undir.
Bestu kveðjur,
Guðný